Það er búið að taka völdin af Herði.

Ég hef mætt tvisvar á mótmæli á Austurvelli með Herði. Ég er ekki talsmaður ofbeldis og skemmdaverka og mæti því ekki meir á þessa fundi, enda á ég nákvæmlega ekkert sammerkt með ungliðum Vinstri Grænna. Hörður verður að stíga niður sem forvígismaður þar sem hann veldur þessu ekki lengur. Hann verður að gera sömu kröfur til sjálfs síns og þeirra sem hann er að krefjast afsagnar af. Ég er sammála honum í því að þeir sem ekki hafa valdið sínu verkefni eiga að segja af sér. Það gildir hann líka.

Í Alvöru talað!


mbl.is Mótmælt á Austurvelli á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þér hjartanlega sammála um að ofbeldi og skemmdarverk eiga ekki að líðast. þeir sem mæta með hulin adlit til að heypa upp mótmælafundunum er ekki úr röðum VG, svo mikið veit ég. Svo eru þessu hettuklæddu fráleitt á vegum Harðar Torfa. 

Þarna eru á ferðinni einstaklingar sem sjá tækifæri í að fá útrás fyrir annarlegar hvatir sínar, skemmdarfýsnina.  Akandi um bæinn að næturlagi og brjóta rúður í verslunum.   

Tilgangurinn er að draga athyglina frá tilefni fundann og tilganginum er náð þegar fólk eins og ég og þú hættum að mæta,  

Sjáumst á Ausurtvelli á morgun.

101 (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 21:18

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hörður Torfason hafði ekki á nokkurn hátt með mótmælin að gera við Hótle Borg. Hópur sem kallar sig ógöngur skipylagði blysför frá stjórnarráði að Hótel borg. Þetta var auglýst á Face book og margir aðilar úr alls konar hópum og eigin vegum mættu til að taka þátt. Að ætla að hætta að taka þátt í friðsamlegum mótmælum á Austurvelli og krefjast þess að Hörður fari frá mótmælunum vegna þess er bara eins fáranlegt og hægt er að hugsa sér. Skil ekki hvernig þú tengir þetta saman.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.1.2009 kl. 21:36

3 Smámynd: corvus corax

Bloggari þessarar síðu er dæmi um mann sem veit ekkert hvað hann er að bulla um. Í hans huga snýst allt um persónur og leikendur, ekki um það sem greindara fólk en hann áttar sig á ...nefnilega óhæfi þeirra sem fara með ríkisvaldið, almannafé, velferðarkerfið, sameiginlegan auð þjóðarinnar. Þetta ríkisstjórnarlið og embættishyski hefur stolið sameignum þjóðarinnar og fengið þær í hendur fáum útvöldum vinum sínum og flokksfélögum og hvika hvergi frá þeirri fyrirætlan sinni að láta almenning blæða fyrir glæpina. Það er þetta sem mótmælin snúast um, ekki um Hörð Torfason eða ungliða VG eða aktívista eða einhvern hann eða hana. Þetta snýst um framtíð þjóðarinnar sem heild hvort sem fólk vill taka þátt í mótmælum eða ekki.

corvus corax, 3.1.2009 kl. 00:30

4 identicon

Síðasti ræðumaður með þetta 100% á hreinu.

Ólafur þór ég ætla að efast um að þú hafir farið á nokkur einustu mótmæli.

Svo ótengdur því sem er að ske að það hreinlega getur ekki verið.

Hörður Torfa er ábyggilega friðsamasti mótmælandinn á landinu ;D

Þú ert dálítið fyndinn í þínum Blogg tilraunum til að bæla niður almenningsálitið með svona djóki ;)

Már (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur Þór Gunnarsson
Ólafur Þór Gunnarsson
Lætur það yfirleitt flakka
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 1190

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband