8.3.2007 | 15:27
Yfirliðsforingjar í framsókn
Í Alvöru talað !
Foringjum í framsókn, ráðherrum t.d Magnús og Ingibjörg, er hætt við yfirliði ef þeir þurfa að standa og tala í beinni útsendingu í sjónvarpi. Svona fer auðvitað fyrir þeim sem ekki geta "staðið" við það sem þeir segja.
Í Alvöru talað!
Ráðherra varð að gera hlé á ræðu sinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2007 | 12:37
Í dag er annar í jólum!
Í Alvöru talað!
Í gær voru jól, Liverpool trygði sér áframhaldandi þáttöku í meistaradeildinni, og það eru ekki alltaf jól hjá Liverpool. Glæsilegt.
Þeir eru enn að yfirheyra vitni í Baugsmálinu. Það er verið að skemmta skrattanum. Það vita það allir að ekkert kemur út úr þessu. Það eru alltaf jól hjá skrattanum.
Gleðilega hátíð!
Í Alvöru talað!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.3.2007 | 21:28
Megi betra liðið vinna!
Í Alvöru talað!
Ég var alveg eyðilagður yfir þessu, Liverpool miklu betri en ManU en tapar samt. Er engin takmörk fyrir því hvað er hægt að ganga langt í svona þjófnaði. Þetta var á laugardag.
Ég er líka svektur yfir því að verið er að brjóta veggi með tilheyrarndi havaða í íbúðinni við hliðina. Þetta var líka á laugardag.
Á sunnudag fréttir maður af fyrsta banaslysinu í umferðinni á þessu ári. Alveg hryllilegt.
Svo lýkur helginni með fréttum af tveimur nýjum framboðum til Alþingis, einmit það sem okkur vantaði.
Bráðum kemur ekki betri tíð......
í Alvöru talað!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.2.2007 | 12:51
Er vondur og jafnvel skemmdur matur nógu góður fyrir fátæka?
Eitthvað er nú ekki í lagi þegar verið er að gefa skjólstæðingum Fjölskylduhjálparinnar skemmdan mat. Hvað er eiginlega að? Þetta er ótrúleg framkoma við þetta fólk að vera gefa skemmdar birgðir sem annars voru á leið á haugana. Svo segið þið að margir verða ekki sáttir við að þessu verði hætt, sem lesist " þið getið bara étið það sem úti frýs". Hvernig væri að gefa bara óskemmdan mat.
Skammist ykkar!
Í Alvöru talað.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.2.2007 | 12:40
Ég vil fá gamla forsetaembættið aftur
Einhvern veginn vantar takt í núverandi forseta og honum algjörlega ómögulegt að viðhalda þeirri virðingu sem þetta embætti hefur hingað til notið. Ég vil ekki að sitjandi forseti sé að gera neitt það sem orkar tvímælis og er hugsanlega í óþökk framkvæmdavaldsins. Um þetta embætti á að ríkja sátt og almenn virðing.
Ég sakna þess tíma þegar forsetar voru sameiningartákn og nutu virðingar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2007 | 12:58
Mengun í Reykjavík
Í dag þurfum við að búa við svifryksmengun sem hvílir yfir borginni. Hún er afleiðing af lífstíl okkar, þ.e. við sköpum þetta ástand öll saman. Við sem búum í Skipholti, við hornið á Nóatúni þurfum auk þess að búa við hávaðamengun frá Baðhúsi Lindu. Sú mengun kemur bara til af því að leikfimiskennarar þar opna glugga og hlera fyrir neyðarútganga og öskra síðan í míkrafóna sem síðan eru magnaðir upp, þannig að dynur í næsta nágrenni. Það væri væntanlega búið að leysa svifryksvandamálið ef það væri bara Baðhúsi Lindu að kenna. Þrátt fyrir margítrekaðar óskir okkar nágrannanna, þá sjá þau sér ekki fært að sleppa því að öskra út um gluggana.
Ætli þau keyri líka um á nagladekkjum?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2007 | 17:58
Með Mafíu upp við Rauðavatn
Og Liverpool vann 4 - 0. Góður dagur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2007 | 21:18
Nú liggur vel á mér!
Alveg er það ótrúlegt hvað gengi minna manna í enska fótboltanum hefur mikil áhrif á almenna líðan mína. Síðasti leikur varð til þess að það tók sig upp gamalt bros og vonir standa til að það festist bara á mér.
Þar sem ég geng í vinnuna, innan við 800 metrar í vinnuna, þá upplifir maður sitt nánasta umhverfi með allt öðrum hætti en þegar ferðast er í bíl. Sóðaskapur og virðingaleysi margra er hreint ótrúlegur. Menn eru enn að tæma ur öskubökkum bíla sinna meðan beðið er á umferðaljósum og leggja bílum uppá gangstéttum. Mikill áróður alla daga, alltaf sífellt, frá umferðarstofu um hegðun manna í umferðinni miðast allur við hægja á mönnum. Hvernig væri að byrja á grunninum og biðja menn um að kúka ekki laugina.
Bloggar | Breytt 26.2.2007 kl. 09:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar