Færsluflokkur: Bloggar
Það læðist að manni sá grunur að það sé bara búið að segja hálfan sannleikann. Það er auðvitað þannig að það styrkir engin stjórnmálaflokk með 30 miljóna króna framlagi. Styrkur er nefnilega þannig skilgreindur að þá er ekki ætlast til mótframlags af "styrkþega". En 30 millur er frekar eitthvað annað, gæti nánast kallast mútur.Gæti þetta mál tengst inn í borgarstjórn? Gæti verið að Villi hafi verið meðvitaður um þessa greiðslu en ekki restin af borgastjórnarflokki sjálfstæðisflokksins, og því fór sem fór? Það er eðlilegt í flestum tilfellum að líta þannig á að menn séu saklausir þangað til að sekt er sönnuð. En ef menn taka við 30 miljónum þá verða menn að gera svo vel að sanna sakleysi sitt. Bara ekki reyna að halda því fram að um styrk sé að ræða. Þeir sem trúa því ættu að ganga í félagið: the Flat Earth Society, en hér er heimasíða þeirra: http://www.alaska.net/~clund/e_djublonskopf/Flatearthsociety.htm
Í Alvöru talað1
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2009 | 20:54
Svei ykkur !
Það er ekki hægt að skila glæpnum. Frekar en það sé hægt að láta sem Árni Johnsen sé syndlaus. Hvers konar félagsskapur er þetta að verða sem maður hefur unnið fyrir meira og minna síðustu 25 ár. Nú skilja leiðir.
Í Alvöru talað!
Skilað til lögaðila | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2009 | 17:00
30 miljónir.......
......það er ekki styrkur,það er fjárfesting. Hver er munurinn á því að einn aðili eigi fjölmiðil eða stjórnmálaflokk?
Í Alvöru talað!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2009 | 08:16
Er þetta nýja Ísland?
Lækka launin hjá starfsfólkinu til að geta greitt út arð. Þetta byrjar ekki vel.
Í Alvöru talað!
Launamálin endurmetin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.3.2009 | 12:29
Nýja Ísland:
1300 manns settu Árna Johnsen í 1. sæti. Þetta er algjört bíó, Nýja Bío vs. Gamla Bíó. Ekkert hefur breyst.
Í Alvöru talað!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.2.2009 | 11:23
Af norðmönnum ertu komin...
að norðmanni skalt þú aftur verða.
Í alvöru talað!
Stoltenberg og Ingibjörg Sólrún eiga fund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2009 | 10:40
Stöð 2 sport hækkar !
Ef vel er gáð kemur í ljós á heimasíðu stöðvar 2 að þann 5. mars næstkomandi hækkar áskrift beggja sportstöðvanna um 600 kr. Áskrift verður annars vegar 5890 og hins vegar 5790. Frelsið á fjölmiðlamarkaði hefur orðið til þess að maður er hættur að geta horft á fótbolta í sjónvarpi. Þeir eru löngu búnir að verðleggja sig út af markaðnum.
Í Alvöru talað!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2009 | 20:20
Gunnar Páll reynir allt til að stöðva mótframboð í VR.
Þegar málstaðurinn er aumur þá er nauðsynlegt að hindra lýðræðið með því að benda á formgalla á mótframboði. Það eru engir smá hagsmunir í húfi hjá manninum, formaður VR hefur verið æviráðin fram að þessu, vel launaður og með skrifstofu sem á sér fáar líkar í glæsileika. Gott fólk, komið þessum verkalýðsforkófum niður á jörðinna og styðjið við þá sem eru að reyna að benda á firringuna hjá fulltrúum verkalýðsins.
Í Alvöru talað!
Trúnaðarmannaráð VR kallað til fundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.1.2009 | 21:09
Eru einhverjir hissa á þessari frétt?
Það hefur ekkert breyst, það er ekkert að breytast í bönkunum. Það er alveg ljóst að núverandi stjórnendur bankanna eru að gefa okkur langt nef, aftur.
Í Alvöru talað!
Tryggvi hafði bein afskipti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.1.2009 | 20:56
Það er búið að taka völdin af Herði.
Ég hef mætt tvisvar á mótmæli á Austurvelli með Herði. Ég er ekki talsmaður ofbeldis og skemmdaverka og mæti því ekki meir á þessa fundi, enda á ég nákvæmlega ekkert sammerkt með ungliðum Vinstri Grænna. Hörður verður að stíga niður sem forvígismaður þar sem hann veldur þessu ekki lengur. Hann verður að gera sömu kröfur til sjálfs síns og þeirra sem hann er að krefjast afsagnar af. Ég er sammála honum í því að þeir sem ekki hafa valdið sínu verkefni eiga að segja af sér. Það gildir hann líka.
Í Alvöru talað!
Mótmælt á Austurvelli á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Móna Lísa fær sérherbergi
- Mexíkóflói verður Ameríkuflói á Google Maps
- Buðust til að senda hermenn til Grænlands
- Þrjár sprengingar í Svíþjóð og tveir handteknir
- Myndskeið: Fékk sálina og lífið til baka
- NATO og ESB þegja þunnu hljóði
- Stærsti núverandi baráttuvettvangur stórveldanna
- Forsætisráðherrann segir af sér
- Greindist með fuglaflensu í Bretlandi
- Engir trans innan banvænasta bardagaaflsins