20.5.2008 | 19:19
Hvannadalshnjúkur 17. maí
Í lok janúar síðastliðins ákváðum við nokkrir vinnufélagar að stefna á að fara á Hvannadalshnjúk. Sett var upp æfingaprógramm sem einn vinnufélaginn, Einar Pálsson, stjórnaði af miklum myndarskap. Farið var nokkrum sinnum uppá Esjuna, einnig Heiðarhorn, Móskarðshnjúka og að lokum Eyjafjallajökull. Síðan var sett markið á Hnjúkinn í byrjun maí, nánar tiltekið 3-4. Þegar líða tók að þeim tíma varð ljóst að veðrið væri ekki árennilegt. Til vara höfðum við ákveðið 17. maí og því var ákveðið að fresta ferð og reyna við seinni dagsetningu og haldið var af stað þá því veðurspáin var .góð
Við vorum 7 starfsmenn Vegagerðarinnar ásamt 5 vinum og vandamönnum sem tóku á leigu sumarbústað við Kirkjubæjarklaustur. Það var farið á fætur kl. 03:00 og miðað við að geta lagt af tað upp kl. 05:00. Reyndin var sú að við lögðum af stað 05:45. Á sama tíma voru ábyggilega á milli 150 -200 mans að leggja af í sama leiðangur.
Það var skýjað þegar við lögðum af stað. Í um 1100 metra hæð, þar sem jökullinn byrjar vorum við í "skýjunum", í bæði súld og snjómuggu. Þar fórum við í linu og lagt var af stað upp að hásléttunni sem er í um 1800. Á leiðinni vorum við að " taka framúr" hægfærari gönguhópum, sem síðan náðu okkur í næstu pásu. Þannig gekk þetta meira eða minna alla leiðina að toppnum. Síðustu 200 metrana, sem er ansi bratt klifur, myndaðist biðröð uppá hnjúkinn. Ástæða þess var, að því er mér skilst fyrst og fremst tilkomin vegna þess að einhver hópurinn var illa útbúinn, þannig að þeir voru ekki á mannbroddum og áttu því í stökustu vandræðum með að komast upp. Við vorum komnir upp eftir 8 og hálfan klukkutíma á göngu. Síðan var stoppað þar í um hálftíma, fékk símtal frá minni heittelskuðu meðan ég
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Snillingur bróðir minn - mín er búin að sína öllum í Belgrad mynd af bróður mínum uppi á hæsta tindi Íslands. Heitar kveðjur frá Belgrad - Óli bróðir besti!
Ingibjörg Gunnarsdóttir, 21.5.2008 kl. 07:38
Já það eiga ekki allir pabba sem eru á toppnum!
Mesta afrekið er að mínu mati það að koma sér úr skrifstofustólnum og upp á fjall. Eins og þú sagðir sjálfur " er í miklu betra formi 55 ára en þegar ég var 35 ára"
Til hamingju með þetta, þú ert ALVÖRU garpur.
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 10:58
Þetta er ekkert smá flott hjá ykkur. Er mjög stolt af ykkur
Kv; Hugrún
Hugrún Bjarnadóttir, 21.5.2008 kl. 15:12
Stóra systir finnur líka til stolts...... Ég á svo flottan litlabróður!!! Mín eina upplyfting er gamall bílatjakkur sem ég á inní bílskúr!!!! Stefni ótrauð hærra!!!! Stolt af þér elskan!!!! H:)
Hjordis G Thors (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 17:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.