Það læðist að manni sá grunur að það sé bara búið að segja hálfan sannleikann. Það er auðvitað þannig að það styrkir engin stjórnmálaflokk með 30 miljóna króna framlagi. Styrkur er nefnilega þannig skilgreindur að þá er ekki ætlast til mótframlags af "styrkþega". En 30 millur er frekar eitthvað annað, gæti nánast kallast mútur.Gæti þetta mál tengst inn í borgarstjórn? Gæti verið að Villi hafi verið meðvitaður um þessa greiðslu en ekki restin af borgastjórnarflokki sjálfstæðisflokksins, og því fór sem fór? Það er eðlilegt í flestum tilfellum að líta þannig á að menn séu saklausir þangað til að sekt er sönnuð. En ef menn taka við 30 miljónum þá verða menn að gera svo vel að sanna sakleysi sitt. Bara ekki reyna að halda því fram að um styrk sé að ræða. Þeir sem trúa því ættu að ganga í félagið: the Flat Earth Society, en hér er heimasíða þeirra: http://www.alaska.net/~clund/e_djublonskopf/Flatearthsociety.htm
Í Alvöru talað1
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.