13.10.2007 | 15:49
Það er íslenskur siður.....
Það er íslenskur siður að taka slátur. Litháar taka rakvélablöð og snyrtivörur. Skyldi það vera vegna lyktarinnar?
Í Alvöru talað!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.10.2007 | 18:11
Emil í Kattholti og Villi í Breiðholti
Þeir eiga það sameiginlegt, Emil og Villi, að innst inni vildu þeir vel, en alltaf klikkaði það. Ekki er nú líklegt að hinir gangi allir i takt, sér í lagi þar sem Björn Ingi er alveg taktlaus.
Í Alvöru talað!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.10.2007 | 20:21
Villti tryllti Villi !
Síðan hvenær hafa sjálfstæðismenn staðið fyrir því að fyrirtæki í opinberri eigu séu notuð til að styðja við bakið á einstaklingum og fyrirtækjum í áhættu fjárfestingum?
Hvað gengur mönnum til að bera fé á nokkra borgarstarfsmenn með kaupréttarsamningum? Hvernig getur borgarstjóri varið það að verið sé að taka ákvarðanir í opinberu fyrirtæk, í skjóli myrkurs,i eins og um einkafyrirtæki væri að ræða?
Nú er lag að biðja Alfreð afsökunar á aðfinnslum við hann,
Í Alvöru talað!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.9.2007 | 17:37
Barinn og berfættur í Burma
Gaman að fylgjast með þessari rólegu byltingu í Burma. Þar ganga berfættir munkar um götur, 0g það eina sem er óvanalegt er að þeir ganga í röð. Engin læti, ekkert vesen. En nú fer að draga til tíðinda þar sem verið var að setja útgöngubann, og fleiri en 5 mega ekki koma saman.
Í Alvöru talað!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.9.2007 | 13:17
Tímabundin leiðindi
Ég er búinn að pakka inn mótorhjólinu fyrir veturinn. Nú er bara að bíða eftir vorinu.
Í Avöru talað!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.9.2007 | 21:26
Alvöru lögreglustjóri !
Alvaran er ánægð með Stefán Eiríksson lögreglustjóra. Alvaran er ánægð með þau markmið sem hann hefur sett sér varðandi miðborgina. Alvaran var á ferð rétt fyrir kl. 4 í dag þá var hann á gangi á Laugarveginum. Þetta er Alvöru.
Í Alvöru talað!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.8.2007 | 19:32
Hávaði frá Baðhúsi Lindu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20.8.2007 | 19:53
Er ekki allt í lagi ?
Á sama tíma og menn fá stöðumælasektir fyrir að tími þeirra hefur runnið út, þá leika aðrir sér að því að leggja sínum bílum heilu dagana uppá gangstéttum og þurfa ekkert að greiða sérstaklega fyrir það. Að mínu mati þarf að gera gangskör í að uppræta þennan ósið. Gangandi vegfarendur eiga í mesta basli með að komast leiðar sinnar, sérstaklega á þetta við um fatlaða sem ferðast um í hjólastólum og blinda og sjónskerta.
Í Alvöru talað!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2007 | 13:15
Umhverfis jörðina á mótorhjólum
Það hefur verið gaman að fylgjast með þeim bræðrum á ferðalagi umhverfis jörðina. Þetta hefur allt gengið vel og er það greinilega bæði hæfni þeirra og æðruleysi að þakka. Sérstaklega hefur verið gaman að lesa á blogginu þeirra hversu gaman þeir höfðu allan tímann af því að vera að hjóla. Á einum stað var Sverrir að lýsa frelsistilfinningunni sem maður fær á mótorhjóli. Ég þekki það.
Í Alvöru talað!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.8.2007 | 09:32
The Flat Earth Society
Skildi Árni Johnsen vera meðlimur í the flat earth society? Hafið þið heyrt þessi rök þeirra hjá honum:"But why? Why do we say the Earth is flat, when the vast majority says otherwise? Because we know the truth."
Vísindamenn hjá Hafró hafa rangt fyrir sér varðandi stofnstærð þorsksins. Hvers vegna segir þú það? (aðspurður á útvarpi Sögu), vegna þess að ég veit sannleikan.
Jarðgöng til eyja kosta bara 20 miljarða, hvað sem hver segir, því ég veit betur.
Í Alvöru talað!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar