14.4.2007 | 20:52
Við lofum,loforð,lofum hvort annað....."lof" is all you need.
Næstu 4 vikur verða gefin loforð. Allir lofa okkur öllu og augljóst er að næstu 4 ár verður allt gert sem lofað hefur verið.Síðustu skoðanakannanir benda til þess að margir sitjandi þingmenn ná ekki endurkjöri þrátt fyrir þessi líka fínu fyrirheit um bjartari framtíð. Á sama tíma er nær öruggt að Árni Johnsen fer á þing. Hann stefnir á að gera göng til Eyja, hann ætlar líka að setja í jörð rafmagnsvíra á Hellisheiði. Hann var látinn hætta á þingi á sínum tíma þegar hans misgjörðir komust upp á yfirborðið. Það hlýtur að vera mikill mannekla á Alþingi ef kalla þarf aftur til starfa menn sem hafa farið eins illa að ráði sínu og Árni. Hann hefur sýnt að hann er siðlaus, siðlausir menn kunna ekki að iðrast. Þeir sem ekki iðrast geta ekki lært af sínum mistökum. Sagan endurtekur sig.
Ég mun skila auðu.
Í Alvöru talað
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En hvað ég er sammála þér - við eigum að fyrirgefa - það er gott og gilt - en ef menn brjóta af sér sem þingmenn - þá eiga þeir ekki að eiga afturkvæmt á þing. Ég hef verið að velta fyrir mér hvað eigi að kjósa - en fer líklega að þínu fordæmi og skila auðu!
Ingibjörg Gunnarsdóttir, 16.4.2007 kl. 08:25
Já HELVÍTIS FJANDI!!!! Hvernig dettur þeim í hug að samþykkja það að Árni sé þarna á lista???? Ég er eiginlega í ROYAL fýlu út í Sjálfstæðisflokkinn....... get samt ekki alveg ákveðið hvað ég geri???? TÆKNILEG MISTÖK og allt það kjaftæði.....Hugsið ykkur HROKANN!!!! þARF AÐ "spekulera" aðeins í þessu.....
Afmæliskveðja..........H:)
Hjördís G. Thors (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 11:59
Það er útilokað að kjósa flokkinn með Árna Johnsen í áhöfn flokksskútunar. Að auki er rotnandi lík í lestinni sem enginn hefur treyst sér til að henda fyrir borð. Þetta lík er kvótakerfi landbúnaðar og sjávarútvegs.
Sennilega hefur því ekki verið hent borð því brottkast er bannað!
Eða hvað?
Sveinn Ingi Lýðsson, 21.4.2007 kl. 20:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.