12.11.2008 | 08:18
Allt er hey í harðindum, nema krónan.
Þá er það ljóst að það er orðstír okkar sem verður erfiðastur í endurreisninni. Hann gerir það líka að verkum að það er tómt mál að tala um að endurreisa krónuna þar sem ekki fæst gjaldeyrislán. Mikið held ég að það sé aumt að vera íslenskur miljarðamæringur í útlöndum búnir að ræna landa sína bæði auð og æru.
Í alvöru talað!
Afgreiðslu umsóknar frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2008 | 21:41
Sjálfstæðisflokkurinn, Árni Johnsen og líf eftir dauðann.
Leiðir mín og sjálfstæðisflokksinsr skildu þegar Árni Johnsen var endurkjörinn á þing. Ég hafði verið flokksbundin og virkur í flokknum áratugum saman, En þegar sjálfstæðismenn könnuðust ekki lengur við að maðurinn var siðlaus og iðraðist einskis, (tænileg mistök), þá var mér ekki vært lengur í flokknum. Svo kemur það núna í ljós að sjálfstæðismenn kannast ekki heldur við ábyrgð sína á landstjórninni og því ástandi sem við erum í núna og eru ekki tilbúnir í að ræða aðra mögueika í stöðunni en að reyna nudda lífi í dauðan gjaldmiðil. Þeir trúa á líf eftir dauðann og að siðlausir menn geti iðrast. Flokknum í núverandi mynd er vart hugað líf eftir næstu kosningar. Ég held að leiðir okkar liggi ekki oftar saman, óháð Árna Johnsen.
Í Alvöru talað!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.11.2008 | 13:11
Ég mótmælti síðast 1968
Ég ætla að taka þátt í mótmælunum á laugardag. Það er ekki vegna þess að ég mótmæli bara á 40 ára fresti heldur vegna þess að ég er reiður. Ég var líka reiður þegar rússar réðust inn í Tékkóslóvakíu. En þetta er öðruvðísi núna.
Í Alvöru talað!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.11.2008 | 17:01
Þetta gæti verið úr gamla Kaupþingi........
Fólk sem segir að eitthvað sé ekki hægt, ætti ekki að trufla hina sem eru að framkvæma það.
Með kveðju
Í Alvöru talað!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hver trúir því að Hreinn Loftsson hafi keypt DV ( Birting) og öll viðhengin af því að það er svo góður business.Og ég hef þá trú að þegar dagur rís á nýjan leik verði þetta sterkt félag og það eru uppi ýmis merki þess. DV hefur til dæmis verið að sækja í sig veðrið og við sjáum aukningu í lausasölu þó það hafi verið erfitt á auglýsingamarkaði," segir Hreinn.
Á morgun kemur sólin upp í vestri.
Í Alvöru talað!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2008 | 10:37
Annars byrði er öðrum létt.
Stundum er lán ólán, stundum er lán hið mesta lán, sérstaklega hjá bankamönnum. Kanski þurfa þessir starfsmenn Kaupþings, sem vinna þar enn, að ganga hart að þeim sem höfðu tekið lán til hlutabréfakaupa, en áttu ekki því láni að fagna að vinna hjá bankanum. Kanski.
Í Alvöru talað!
Þurfa ekki að greiða fyrir hluti í Kaupþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2008 | 07:56
Ein spurning Davíð !
Hvað kallaði amma þín þá menn sem ekki þurfa að borga skuldir sínar?
Í Alvöru talað!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2008 | 20:29
Kauþing og Titanic
Þeir voru grand á þessu hjá Kaupþingi. Þeir kunnu líka að meta það farþegarnir á 2. farrými á Titanic þegar þeim var tilkynnt að allar veitingar á barnum voru ókeypis. Höfðu aldrei fengið frítt að drekka áður. Barþjónarnir voru búnir að stinga öllu fémætu á sig áður en þeir fóru í björgunarbátana, og læstu á eftir sér. Segið svo að sagan endurtaki sig ekki.
Í Alvöru talað!
Voru skuldir stjórnenda Kaupþings afskrifaðar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2008 | 14:49
Það gæti soðið uppúr !
Ef satt reynist að skuldir hafi verið hreinsaðar bankastarfsmönnum, bara sí svona uppá miljóna tugi og jafnvel hunruði miljóna. Þá fýkur í ljúfmennin.
Í Alvöru talað!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2008 | 12:37
Jón forseti
Það kom að því, Jón Ásgeir á alla fjölmiðlana á Íslandi. Ólafur Ragnar á þakkir skyldar fyrir að neita að skrifa undir fjölmiðlalögin og gerði þetta þar með mögulegt. Nú geta fjölmiðlarnir sameinast um að losna við Davíð úr Seðlabankanum. Þá verða ffölmiðlakongurinn og forsetinn brosandi út að eyrum. Svo verður Jón forseti.
Í Alvöru talað!
Félag Jóns Ásgeirs keypti fjölmiðla 365 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1381
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
- Skutu langdrægri eldflaug í átt að Úkraínu
- Flækingshundar auka áhuga á pýramídum