Er tunglið kanski úr osti?

Nú gerast hlutirnir hratt. Rússar koma íslendingum til bjargar og Samson biður um greiðslustöðvun. Fyrr var oft í koti kátt.............

 

Í Alvöru talað!


mbl.is Lokað fyrir viðskipti áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er yfirvofandi stjórnarslit hinn eiginlegi vandi?

Hvers vegna heyrist ekkert? Eru menn ekki sammála um aðgerðir. Vinna þessara manna um helgina leit helst út fyrir að vera eins og hægðarteppa hjá manni sem þráði að komast á koppinn. Þegar upp var staðið var þetta bara prump.

 

Í Alvöru talað!


mbl.is Alvarlegri en talið var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Því ekki það?

Það eru fordæmi fyrir því að menn hafi fengið uppreist æru.

 

Í Alvöru talað!


mbl.is Vilja að Grettir verði náðaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ógleymanleg stund á flugvellinum

LágflugÉg hélt að vélin ætlaði aldrei að hætta að lækka flugið í gær þegar hún var að fljúga yfir flugbrautina. Ég stóð þarna og kallaði "upp, upp" þegar mér var hætt að lítast á blikuna. Þessa skemmtilegu mynd náði ég af þessu flotta flugi. Það lítur út fyrir að þyrlan hafi tekið sér far.

Í Alvöru talað!


Hey ho silver !

Spánverjar fögnuðu bronsi. Frakkar fögnuðu gulli. Það var eitthvað þungt í okkar mönnum með silfrið í fyrstu, en það er auðvitað full ástæða til að fagna líka.

Silfur er sá málmur sem leiðir best rafmagn og hita. Hvað er hægt að biðja um meira.

Glæsilegt!

Í Alvöru talað!


Atlantsolía, ei meir.

Skömmu eftir að Atlantsolía hóf störf flutti ég öll mín viðskipti til þeirra, til að fá samkeppni. Nú hef ég aftur fært mín viðskipti til fyrri aðila þar sem Atlantsolía hefur ekki staðið undir væntingum. Greinilega hafa þeir ákveðið að sigla lygnan sjó og hengt sig á hin olíufélögin. Mikil vonbrigði og ekki ástæða til að heiðra þá.

Í Alvöru talað!


Hvannadalshnjúkur 17. maí

 

Lagt af stað

Í lok janúar síðastliðins ákváðum við nokkrir vinnufélagar að stefna á að fara á Hvannadalshnjúk. Sett var upp æfingaprógramm sem einn vinnufélaginn, Einar Pálsson, stjórnaði af miklum myndarskap. Farið var nokkrum sinnum uppá Esjuna, einnig Heiðarhorn, Móskarðshnjúka og að lokum Eyjafjallajökull. Síðan var sett markið á Hnjúkinn í byrjun maí, nánar tiltekið 3-4. Þegar líða tók að þeim tíma varð ljóst að veðrið væri ekki árennilegt. Til vara höfðum við ákveðið 17. maí og því var ákveðið að fresta ferð og reyna við seinni dagsetningu og haldið var af stað þá því veðurspáin var .góð

Við vorum 7 starfsmenn Vegagerðarinnar ásamt 5 vinum og vandamönnum sem tóku á leigu sumarbústað við Kirkjubæjarklaustur. Það var farið á fætur kl. 03:00 og miðað við að geta lagt af tað upp kl. 05:00. Reyndin var sú að við lögðum af stað 05:45. Á sama tíma voru ábyggilega á milli 150 -200 mans að leggja af í sama leiðangur.

Á toppnum

Það var skýjað þegar við lögðum af stað. Í um 1100 metra hæð, þar sem jökullinn byrjar vorum við í  "skýjunum", í bæði súld og snjómuggu. Þar fórum við í linu og lagt var af stað upp að hásléttunni sem er í um 1800. Á leiðinni vorum við að " taka framúr" hægfærari gönguhópum, sem síðan náðu okkur í næstu pásu. Þannig gekk þetta meira eða minna alla leiðina að toppnum. Síðustu 200 metrana, sem er ansi bratt klifur, myndaðist biðröð uppá hnjúkinn. Ástæða þess var, að því er mér skilst fyrst og fremst tilkomin vegna þess að einhver hópurinn var illa útbúinn, þannig að þeir voru ekki á mannbroddum og áttu því í stökustu vandræðum með að komast upp. Við vorum komnir upp eftir 8 og hálfan klukkutíma á göngu. Síðan var stoppað þar í um hálftíma, fékk símtal frá minni heittelskuðu meðan ég 

DSC00091

stóð þarna í mannþrönginni. Við vorum síðan komnir niður að bílastæði aftur eftir rúma 12 tíma ferð á Hnjúkinn. Tilfinningin er góð eftir að hafa gert þetta. Í fyrsta lagi að setja sér markmið, mæta í æfingarnar og gera svo það sem að var stefnt. Í dag er ég í betra formi líkamlega, og reyndar andlega líka, en ég hef nokkurn tíma verið. Get hæglæga mælt með því að menn setji stefnuna á Hnjúkinn.

 

Í Alvöru talað! DSC_0878


Þjófur á þingi, og í nöp við lögfræðinga.

Árni Johnsen kemur óorði á Eyjar, eins og alkarnir á brennivínið. Hann kemur líka óorði á Sjálfstæðisflokkinn. Siðlaus maður, dæmdur þjófur, og fulltrúi sjálfstæðisflokksins á Alþingi ræðst nú á aðstoðarvegamálsatjóra með alveg fáheyrðum fúkyrðum. Það er orðið aumt þegar stálheiðarlegir starfsmenn hins opinbera verða fyrir aðkasti frá Árna Johnsen. Mælikvarði á heiðarleika þingmanna er væntanlega núllstilltur á honum.

Í Alvöru talað!


Öskrandi, rökþrota trukkarar!

Verktakabransinn er harður heimur. Bílstjórar, verktakar á eigin bílum, undirbjóða hvern annann i samkeppni um vinnu fyrir stóru verktakana. Olíann hækkar, erlendu lánin hækka og það þrengir að. Til að bjarga málum þá vilja þeir geta keyrt án þess að taka lögboðna hvíld. Þetta er allt orðið frekar sorglegt að horfa uppá, sérstaklega þegar fréttastofur eru að espa fólk í vitleysu og verið að hafa viðtöl við smástelpur sem eru að æsast án þess að vita út á hvað málið gengur.
Að mínu mati á að taka á "öllu lögbroti" þannig að allir séu jafnir að lögum. Trukkarar sem stöðva bíla þar sem bannað er að stöðva bíla, jafnvel leggja bílunum, eiga að vera sektaðir eins og aðrir. Lögreglan er að mínu mati búinn að sýna allt of mikla uburðarlyndi gagnvart mönnum sem eru að brjóta lög.

Öskrandi, rökþrota menn á stórum bílum, sem eru notaðir sem vopn, uss, má ég frekar biðja um smiðinn sem sagði "hentu í mig hamrinum".

Í Alvöru talað!


Framsóknarmenn í fatapóker?

Flokkurinn styður menn fjárhagslega til fatakaupa. Það er bannað að spila uppá peninga. Framsóknarmenn í fatapóker.

Í Alvöru talað!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ólafur Þór Gunnarsson
Ólafur Þór Gunnarsson
Lætur það yfirleitt flakka
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband